• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Elsa Lára Arnardóttir þingkona í heimsókn á skrifstofu félagsins Frá fundinum
18
Jun

Elsa Lára Arnardóttir þingkona í heimsókn á skrifstofu félagsins

Í síðustu viku kom þingkonan Elsa Lára Arnardóttir í heimsókn á skrifstofu félagsins en eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni á hafa þingmenn verið nokkuð duglegir að koma í heimsókn á skrifstofuna og því fagnar formaður sérstaklega. Það er ánægjulegt að þingmenn komi og fái upplýsingar um stöðu íslensks verkafólks og þeirra baráttumála sem meðal annars Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir.

Á fundinum með Elsu Láru var eðli málsins samkvæmt farið yfir stöðu heimilanna, verðtryggingarinnar og þeirra sem hvað lökustu kjörin hafa í íslensku samfélagi. Þeir sem hafa fylgst með Alþingi vita að Elsa Lára hefur verið öflugur þingmaður í að berjast fyrir bættum hag íslenskra heimila og mættu margir þingmenn, meira að segja í hennar eigin þingflokki, taka hana til fyrirmyndar hvað það varðar.

Formaður ræddi við hana um að skerpa þyrfti á neysluviðmiðum eða með öðrum orðum, það þarf að finna út með nákvæmum hætti hvað einstaklingur þarf til að framfleyta sér og þar þarf allt að vera inni, meðal annars húsnæðiskostnaður. Þingmaðurinn segist ætla að taka þetta mál fyrir á Alþingi þegar þing kemur saman því það er afar brýnt að nákvæmar tölur um þetta liggi fyrir því það mun hjálpa til dæmis verkalýðshreyfingunni við að krefjast hækkunar lágmarkslauna því það er morgunljóst að þau lágmarkslaun sem nú eru í gildi á íslenskum vinnumarkaði duga engan veginn til að einstaklingur geti framfleytt sér og haldið mannlegri reisn.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image