• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
May

1. maí á Akranesi - Frábær þátttaka og stemning

Vel yfir 200 manns tóku þátt í hátíðarhöldum vegna 1. maí á Akranesi í gær og var mikil stemning meðal þátttakenda. Hátíðardagskráin hófst kl. 14:00 með kröfugöngu sem var óvenjulega mannmörg í ár, en veður var milt og gott og göngufólki afar hagstætt. Margir voru með skilti og kröfuspjöld í göngunni og Skólahljómsveit Akraness annaðist undirleik af miklum myndarskap.

Að göngu lokinni safnaðist fólk saman á Kirkjubraut 40, þar sem hátíðar- og baráttufundur var settur. Vilhjálmur Birgisson, fundarstjóri, ávarpaði fundinn og sá um að kynna dagskrárliði. Hátíðarræðuna flutti verkamaðurinn Stefán Skafti Steinólfsson og kom hann víða við í máli sínu og var góður rómur gerður að ræðu hans sem má finna með því að smella hér. Grundartangakórinn söng nokkur lög sem féllu í góðan jarðveg, auk þess sem kórinn sá um glæsilegt kaffihlaðborð sem fundargestum var boðið upp á að dagskrá lokinni. Einnig má minnast á það að stéttarfélögin á Akranesi buðu upp á bíósýningu fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15.

Myndir frá hátíðarhöldunum eru komnar inn á Facebook-síðu félagsins og einnig má sjá myndirnar með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image