• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
10
Apr

Sumar 2017 - Fyrri úthlutun lokið

Nú er lokið fyrri úthlutun vegna dvalar í orlofshúsum félagsins sumarið 2017. Allir þeir sem sóttu um eiga nú von á bréfi þar sem fram kemur hvort þeir hafi hlotið viku, og þá um hvaða viku ræðir. Þeir sem eru með skráð netfang í kerfi félagsins eiga auk þess að hafa fengið sendan tölvupóst þess efnis. Félagsmenn eru beðnir að athuga á Félagavefnum hvort rétt netfang er skráð þar, það auðveldar og flýtir fyrir samskiptum. Einnig er hægt að nálgast bréf um afgreiðslu úthlutunar á Félagavefnum (undir Skjöl). Hafi félagsmaður fengið úthlutað er nú tilbúin bókun fyrir hann á Félagavef (undir Orlofshús-Bókunarsaga) og þar getur hann gengið frá greiðslu leigu með greiðslukorti. 

Þeir sem fengu úthlutað hafa frest til 24. apríl að greiða leiguna og eftir það verða ógreiddar bókanir felldar niður. Það er því mikilvægt að greiðsla komist örugglega til skila, og er þá öruggast að greiða með korti á Félagavef. Sé greitt með millifærslu verður greiðandi að vera sá sami og er skráður fyrir bókuninni, annars er ekki tryggt að hægt sé að para saman bókun og greiðslu og tekur starfsfólk félagsins enga ábyrgð á því.

Þeir sem ekki fengu úthlutað eru sjálfkrafa með í endurúthlutun sem fer fram þann 2. maí. Í endurúthlutun er úthlutað þeim vikum sem ekki gengu út í fyrri úthlutun, auk þeirra sem ekki voru greiddar á eindaga. Á hádegi þann 2. maí verður svo hægt að bóka lausar vikur og gildir þá reglan fyrstur kemur-fyrstur fær.

Helstu dagssetningar 2017:

9. apríl - Frestur til að skila inn umsóknum um orlofshús
10. apríl - Fyrri úthlutun fer fram, allir umsækjendur fá svarbréf í pósti (einnig er hægt að sjá strax hvort bókun hafi myndast inni á Félagavefnum)
24. apríl  - Eindagi fyrri úthlutunar, þeim vikum sem ekki eru greiddar á eindaga er úthlutað aftur
2. maí  - Endurúthlutun fer fram, þeir sem fá úthlutað fá það staðfest með bréfi
2. maí - Kl. 12:00 - Fyrstir koma, fyrstir fá! Þeir sem fyrstir koma geta bókað lausar vikur, líka á Félagavefnum (athugið að eftir eindaga endurúthlutunar getur lausum vikum fjölgað)
11. maí  - Eindagi endurúthlutunar, ógreiddar vikur verða lausar til bókunar á Félagavefnum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image