• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Apr

Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, ræðumaður á Akranesi 1. maí

Baráttudagur verkalýðsins er eins og allir vita á mánudaginn næstkomandi þann 1. maí og mun Verkalýðsfélag Akraness ásamt stéttarfélögum á svæðinu standa fyrir hefðbundinni dagskrá. Að venju verður safnast saman við Kirkjubraut 40 kl. 14 og gengin kröfuganga sem er hringur í kringum neðri Skagann. Gengið verður við kröftugan undirleik Skólahljómsveitar Akraness og að göngu lokinni verður baráttudagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3. hæð Kirkjubrautar 40. 

Ræðumaður dagsins er enginn annar en Ólafur Arnarson, hagfræðingur og formaður Neytendasamtakanna. Eins og flestir vita þá er Ólafur kröftugur baráttumaður fyrir bættum hag heimilanna, neytenda og íslensks launafólks. Hann er einnig einn harðasti baráttumaður fyrir því að tekið verði á okurvöxtum fjármálakerfisins og að verðtrygging verði afnumin.  

Verkalýðsfélag Akraness hvetur alla til að taka þátt í þessum mikilvæga degi því að baráttunni fyrir bættum kjörum íslensks launafólks lýkur aldrei en því miður eru allt of margir sem taka laun sem eru langt undir þeim framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út og því mikilvægt að fólk standi saman í því að leiðrétta og bæta kjör íslensks launafólks. Félagið hvetur alla til að taka þátt í þessum mikilvæga degi.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image