• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Mar

Gjaldeyristekjur skapaðar af fullum krafti á Akranesi

Engey og Víkingur liggja bundin við bryggju á Akranesi

Víkingur AK100

Engey, nýr ísfisktogari í eigu HB Granda

Frystihús HB Granda á Akranesi

Það er óhætt að segja að tannhjól sjávarútvegsins séu komin á fulla ferð eftir hið langa 10 vikna verkfall sjómanna, en hér á Akranesi er starfsemin svo sannarlega komin á fulla ferð bæði hvað varðar veiðar og vinnslu. Í dag er aflaskipið Víkingur AK100 að landa loðnufarmi, en stór hluti aflans fer til hrognatöku. Það unnið á fullum afköstum í frystihúsinu við hrognatöku og í loðnubræðslunni og nokkuð hundruð manns eru nú á fullu við að skapa íslenskri þjóð auknar gjaldeyristekjur.

Það er alveg ljóst að íslenskur sjávarútvegur skiptir þjóðarbúið gríðarlegu máli, enda ljóst að Íslendingar byggju ekki við þau lífsgæði sem þeir búa nú við og telja sjálfsögð ef ekki væri fyrir sjávarútveginn með íslenska sjómenn og fiskvinnslufólk í broddi fylkingar. Með þessari frétt fylgja nokkrar myndir af tveimur af flaggskipum HB Granda við höfnina á Akranesi, annars vegar hinu glæsilega uppsjávarskipi Víkingi og nýja ísfisktogaranum Engey RE. 

Formaður telur mikilvægt að hrósa líka þegar vel er gert og það er full ástæða til að hrósa forsvarsmönnum HB Granda í fyrsta lagi fyrir að hafa haldið fullu ráðningarsambandi við allt fiskvinnslufólkið sitt allar 10 vikur verkfallins, en slíku var ekki til að dreifa hjá öllum sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi. Í öðru lagi er öll starfsemin hér á Akranesi til mikillar fyrirmyndar, enda hefur fyrirtækið ráðist í miklar endurbætur og viðhald á öllum eignum sínum hér á Akranesi. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image