• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Mar

Átta sjómenn fá leiðréttingu sem nemur um 12 milljónum!

Verkalýðsfélag Akraness hefur gert samkomulag við HB Granda vegna leiðréttingar á netamannshlut til 8 skipverja á Höfrungi AK og náði leiðréttingin tvö ár aftur í tímann.  

Málið laut að því að fyrir nokkrum árum tók fyrrverandi skipstjóri á skipinu ákvörðun um að skipta netmannshlutnum á milli tveggja netamanna en að mati félagsins samræmist slíkt ekki ákvæðum kjarasamnings félagsins við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, enda skýrt kveðið á um að netamaður um borð í frystitogurum fái 1 og 1/8 í sinn hlut.

Eftir að Verkalýðsfélag Akraness hafði gert athugsemdir vegna þessa við fyrirtækið var ákveðið að gera samkomulag um þessa leiðréttingu til umræddra sjómanna og nam leiðréttingin í heildina um 12 milljónum króna. Það var mjög ánægjulegt að sátt náðist um þessa leiðréttingu án þess að koma þurfti til þess að setja málið í lögfræðilega meðferð.

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá reynir VLFA ætíð að standa vörð um réttindi sinna félagsmanna og á síðustu tveimur mánuðum hefur félagið náð að leiðrétta laun sinna félagsmanna um tæpar 40 milljónir króna, og það eingöngu vegna ágreinings um það hvort verið sé að greiða eftir gildandi kjarasamningum.  

Það hefur ætíð verið stefna stjórnar félagsins að standa fast fyrir ef um kjarasamningsbrot á okkar félagsmönnum er að ræða. Í dag er félagið með þrjú mál fyrir dómstólum þar sem verið er að krefjast leiðréttingar kjarasamningsbundnum réttindum okkar félagsmanna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image