• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Mar

Aðalfundur deilda VLFA var haldinn um daginn

Á fimmtudaginn í síðustu viku var sameiginlegur aðalfundur deilda Verkalýðsfélags Akraness haldinn þar sem farið var, auk venjubundinna aðalfundastarfa. yfir starfsemi félagsins og þau áherslumál sem félagið stendur fyrir. Kosið var í trúnaðaráð félagsins en undir linknum stjórn og trúnaðaráð er hægt að sjá hverjir skipa þau sæti fram að næsta aðalfundi deildanna. 

Formaður fór yfir starfsemi félagsins á liðnu ári og kom fram í máli hans að jafnt félagslega sem fjárhagslega sé Verkalýðsfélag Akraness mjög sterkt enda byggir félagið á sterku félagsvæði þar sem atvinnulífið er öflugt enda drifið áfram af stórum og öflugum útflutningsfyrirtækjum. Formaður fór einnig yfir að félagið hafi ætíð lagt sig í líma við að verja og bæta kjör sinna félagsmann eins og kostur er og nefndi hann sérstaklega árangur félagsins við síðasta kjarasaming við Norðurál þar sem samið var um að laun starfsmanna tæki hækkunum launavístitölu. Slíkt hefur ekki þekkst áður í kjarasamningum verkafólks svo vitað sé. Það er klárt mál að þetta mun skila starfsmönnum góðum ávinningi og nefndi formaður þar að byrjandi í Norðuráli á vöktum sé kominn upp í 575 þúsund krónur með öllu, sem verður að teljast ásættanlegt miðað við launakjör víða á íslenskum vinnumarkaði. En að sjálfsgöðu er baráttunni fyrir bættum kjörum aldrei lokið.

Formaður fór einnig ítarlega yfir eina erfiðustu kjaradeilu sem háð hefur verið á íslenskum vinnumarkaði sem er hið margfræða sjómannaverkfall sem stóð yfir í 10 vikur. Verkalýðsfélag Akraness tók virkan þátt við þá kjarasamningsgerð en félagsmenn VLFA í sjómannadeild eru tæplega eitt hundrað talsins. Kom fram í máli formanns í þessu samhengi að félagið hafi greitt út um 30 milljónir króna í verkfallsbætur á meðan á verkfalli stóð. Hann greindi líka frá því að mörg ágreinismál væru nú fyrir dómsmálum en nýlega vann félagið mál við Norðurál sem skilaði félagsmönnum um 30 milljónum króna. Nokkur mál til viðbótar eru nú eins og áður sagði fyrir dómsmálum og verða tekin fyrir á næstu mánuðum. 

Að lokum fór formaður yfir að það er stefna stjórnar VLFA að standa þétt við bakið á sínum félagsmönnum og berjast af alefni fyrir bættum kjörum og réttindum sinna félagsmanna og verður hvergi kvikað frá í þeirri baráttu og ljóst að þeirri baráttu líkur aldrei eins og áður sagði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image