• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
May

Formaður með kynningu á fiskvinnslunámskeiði

Þessa dagana stendur yfir fiskvinnslunámskeið hjá þeim starfsmönnum HB Granda sem áttu eftir að taka námskeiðið en þessi námskeið veita starfsmönnum tveggja flokka launahækkun. Í morgun hélt formaður erindi á þessu námskeiði þar sem hann fór yfir réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði og öll þau réttindi og þjónustu sem Verkalýðsfélag Akraness veitir sínum félagsmönnum. Uppundir 20 manns sátu á þessu námskeiði og á morgun mun formaður einnig vera með sambærilega kynningu. Í heildina eru þetta á milli 40 og 50 manns sem nú sitja fiskvinnslunámskeið á vegum HB Granda.

Það er einn liður í starfsemi félagsins að halda kynningar af þessu tagi. Sem dæmi þá hélt formaður sambærilega kynningu fyrir nemendur í Fjölbrautaskóla Vesturlands í byrjun maí þar sem hann fór yfir starfsemi félagsins og hin ýmsu réttindi sem starfsmenn eiga á hinum íslenska vinnumarkaði.

Það er gríðarlega mikilvægt að launafólk sé meðvitað um öll þau réttindi og reyndar skyldur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði og kynni sér ávalt vel öll þau réttindi sem þeim standa til boða hjá sínu stéttarfélagi.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image