• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Dagskrá Sjómannadagsins á Akranesi Sjómenn í VLFA hafa síðustu ár heimsótt alla leikskóla bæjarins á föstudeginum fyrir sjómannadag og fært börnunum harðfisk. Að sjálfsögðu verður engin breyting á því í ár.
27
May

Dagskrá Sjómannadagsins á Akranesi

Næstkomandi sunnudag verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land. Eins og undanfarin ár verður boðið upp á hefðbundna hátíðardagskrá sem kostuð er af Verkalýðsfélagi Akraness, en því til viðbótar mun Björgunarfélag Akraness sjá um fjölskylduskemmtun sem er í boði Akraneskaupstaðar og Verkalýðsfélags Akraness. Eru sjómenn, fjölskyldur þeirra og bæjarbúar allir hvattir til að taka þátt í hátíðarhöldunum og njóta dagskrárinnar sem verður á þessa leið:

-Kl 10:00 - Athöfn við minnisvarða um drukknaða og týnda sjómenn í kirkjugarðinum að Görðum.

-Kl. 11:00 - Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju þar sem sjómaður verður heiðraður fyrir ævistarf sitt.

-Kl. 13:00 til 16:00 - Akranesviti verður opinn gestum. Vert að vekja athygli á því að Sigurbjörg Þrastardóttir, bæjarlistamaður Akraness, opnar sýningu í Akranesvita laugardaginn 31. maí sem opin verður að hluta til sumarlangt. Sigurbjörg sýnir  ljóð um hafið og fleira í vitanum.

-Kl. 13:30 til 17:00 - Hið hefðbundna sjómannadagskaffi í Jónsbúð í umsjón Slysavarnardeildarinnar Lífar.
-Kl. 13.00 – 17.00 - Fjölskylduskemmtun á og við Akraborgarbryggjuna. Boðið verður upp á hoppukastala, koddaslag yfir sjó, kassaklifur og fleira. Þyrla kemur í heimsókn um klukkan 16.00 til að sýna björgun úr sjó með fyrirvara um að hún sé ekki upptekin í björgunarverkefni. Sérstök keppni verður fyrir ofurhuga, en hún felst í því að hoppa í sjóinn fram af Akraborgarbryggjunni. Dómnefnd fylgist með og verðlaun verða veitt. Hægt verður að fara í siglingu auk þess sem það verður kynning á kajökum og allir bátar Björgunarfélagsins verða til sýnis; Margrét Guðbrandsdóttir, Axel S. og Jón M.
-Vert er að geta þess að frítt er í sund í Bjarnarlaug alla helgina vegna 70 ára afmælis laugarinnar þann 4. júní og verður boðið upp á akstur á milli Bjarnalaugar og hafnarinnar á björgunarsveitarbíl. Opnunartími Bjarnalaugar laugardaginn 31. maí og 1. júní er kl. 09:00-17:00.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image