• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Feb

Starfsmenn Norðuráls fá tæplega 30 milljóna króna leiðréttingu greidda á morgun

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá stefndi Verkalýðsfélag Akraness Norðuráli fyrir Félagsdóm vegna ágreinings um túlkun á kjarasamningi vegna tveggja atriða í kjarasamningnum. Annað atriðið laut að útreikningi til ávinnslu orlofs- og desemberuppbóta. Hitt atriðið var ávinnsla á starfsaldri hjá fyrirtækinu, en VLFA hafði gert athugsemdir við fyrirtækið vegna þessa tveggja atriða án árangurs og voru aðilar sammála um að vera ósammála og því fór málið til Félagsdóms til úrlausnar.

Það er skemmst frá því að segja að Verkalýðsfélag Akraness hafði rétt fyrir sér í báðum málunum, en dómur féll í Félagsdómi 1. desember á síðasta ári. Á morgun mun koma til greiðslu vegna þessa dóms og mun sú endurgreiðsla, eða leiðrétting, ná til 260 starfsmanna sem hafa starfað hjá fyrirtækinu við  og ná fjögur ár aftur í tímann, eða nánar til getið frá 1. janúar 2013.

Eins og áður sagði mun leiðréttingin vegna orlofs- og desemberuppbóta ná til 260 starfsmenn sem unnið hafa tímbundið og/eða við sumarafleysingar og nemur hún samkvæmt upplýsingum formanns um 26 milljónum króna með dráttarvöxtum. Og vegna seinna málsins sem laut að starfsaldurshækkunum nær sú leiðrétting í það minnsta til fjögurra starfsmanna og nemur á þriðju milljón króna.

Þannig að þessi hagsmunagæsla Verkalýðsfélags Akraness er að skila félagsmönnum tæpum 30 milljónum og er félagið stolt af því hvernig þetta mál fór, enda var félagið sannfært um að það hefði rétt fyrir sér í þessu máli. Það er stefna félagsins að standa ætíð fast fyrir þegar kemur að hagsmunagæslu fyrir félagsmenn, enda er félagið óhrætt við að láta á slík mál reyna fyrir dómsstólum ef félagið telur minnsta vafa leika á að verið sé að brjóta á réttindum okkar félagsmanna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image