• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Apr

Samið við ríkið

Þriðjudaginn 1. apríl  undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýtt samkomulag við ríkið. Um er að ræða samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila og mun fyrri samningur framlengjast frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015.  Undir þennan samning heyra m.a. félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness sem starfa á Sjúkrahúsi Akraness

Helstu atriði samkomulagsins eru þau að laun í launaflokki 1-10 hækka um 9.750 krónur en laun í launaflokki 11 og ofar hækka um 2,8%, þó að lágmarki um 8.000 krónur. Einnig var samið um tvær eingreiðslur – annars vegar 14.600 kr. í apríl 2014 og hins vegar 20.000 kr. eingreiðslu í febrúar 2015. Báðar eingreiðslurnar miðast við fullt starf. Þá má nefna að persónuuppbót (desemberuppbót) verður 73.600 kr. á árinu 2014 og orlofsuppbót verður 39.500 kr. 

Kosið verður um samkomulagið í póstatkvæðagreiðslu og verða kjörgögn send heim til þeirra félagsmanna sem vinna eftir þessum samningi nú í vikunni. Atkvæðaseðill þarf að hafa borist kjörstjórn Starfsgreinasambands Íslands (í Reykjavík) fyrir kl. 12:00 þann 23. apríl næstkomandi. Póststimpill gildir ekki. Hægt er að lesa kynningarbækling um helstu atriði samkomulagsins á íslensku, ensku og pólsku með því að smella hér.

Félagsmenn eru hvattir til að nýta kosningarétt sinn og láta skoðun sína í ljós með því að koma atkvæðaseðli tímanlega í póst.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image