• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Apr

Skilafrestur umsókna um orlofshús í sumar rennur út í dag

Í dag rennur út frestur til að sækja um orlofshús eða -íbúð fyrir sumarið svo þeir sem eiga eftir að skila umsókn eru hvattir til að bíða ekki lengur.

Á mánudaginn fer úthlutun fram á þann hátt að allar umsóknir eru skráðar inn í tölvukerfi félagsins. Kerfið raðar umsóknum í röð eftir punktastöðu, þ.e. þeir umsækjendur sem flesta hafa punktana eru fremstir í röðinni og svo koll af kolli. Ef punktar tveggja eru jafnir raðast sá eldri framar í röðina. Kerfið vinnur sig síðan í gegnum umsóknirnar og úthlutar vikum eftir punktastöðu. Varðandi ávinnslu punkta, þá vinnur félagsmaður sér inn einn punkt fyrir hvern þann mánuð sem hann greiðir félagsgjald, en fái hann úthlutað dragast 24 eða 36 punktar frá punktastöðu hans. 

Í lok dags á mánudag verða bókanir sýnilegar á Félagavef hjá þeim sem fengu úthlutað, auk þess sem öllum umsækjendum verður sent bréf heim. Greiða þarf leigu fyrir 2. maí. Þeir sem ekki fá úthlutað í fyrri úthlutun lenda sjálfkrafa í endurúthlutun þar sem þeim vikum er úthlutað sem ekki voru greiddar á eindaga fyrri úthlutunar. Fyrir endurúthlutun er heimilt að breyta umsóknum og leggja inn nýjar. Endurúthlutun fer fram þann 6. maí. Eftir endurúthlutun verða lausar vikur auglýstar hér á heimasíðunni og hægt að bóka þær á skrifstofu félagsins eða á Félagavefnum. Gildir þá hin ágæta regla: Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image