• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
Jan

Atvinnulífið á Akranesi verður fyrir þungum höggum

Það er óhætt að segja að atvinnulífið á starfssvæði félagsins hafi orðið fyrir nokkuð þungum höggum síðustu daga, en í dag tilkynnti HB Grandi að fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir við fiskþurrk­un á Akra­nesi hafa verið lagðar til hliðar. Sú ákvörðun hefur þau áhrif að 26 manns sem hafa starfað við þessa framleiðslu í mörg ár láta af störfum en HB Grandi mun reyna að finna önnur störf handa fólkinu í öðrum starfstöðvum fyrirtækisins á Akranesi. Þessi ákvörðun er tekin vegna markaðsaðstæðna, en markaður fyr­ir þurrkaðar afurðir hef­ur verið mjög erfiður vegna lít­ill­ar kaup­getu í Níg­er­íu og virðist lítil von vera til að það breytist á næstu misserum.

Lokun á fiskþurrkun HB Granda voru ekki einu slæmu tíðindi síðustu daga, því síðasta föstudag var tilkynnt um að 17 starfsmönnum málmendurvinnslufyrirtækisins GMR á Grundartanga hafi verið sagt upp störfum og fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Það hefur legið fyrir að reksturinn hefur verið erfiður nánast frá upphafi og einnig hafi bakslag orðið þegar heimsmarkaðsverð á stáli hríðlækkaði fyrir tveimur árum síðan. Þarna misstu eins og áður sagði 17 manns lífsviðurværi sitt en flestir starfsmenn voru félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness og vinnur félagið að því að halda utan um réttindi starfsmanna í ljósi þess að fyrirtækið verður tekið til gjaldþrotaskipta.

Á þessu sést að lífviðurværi 43 starfsmanna þessara tveggja fyrirtækja er í uppnámi og vonandi ná sem flestir starfsmenn sem um ræðir að finna sér ný störf sem fyrst.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image