• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
Jan

Fiskvinnslunámskeið hjá HB Granda

Þessa dagana situr fiskvinnslufólk sem starfar hjá HB Granda á Akranesi fiskvinnslunámskeið, en slík námskeið eru haldin reglulega og þar sem vinnslan er ekki í gangi um þessar mundir vegna verkfalls sjómanna er ekki úr vegi að nýta tímann í slíkt. Í morgun kom formaður Verkalýðsfélags Akraness á námskeiðið og hélt erindi um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði. Í kjölfarið sköpuðust góðar umræður og fram komu spurningar um hin ýmsu atriði sem tengjast þessum málefnum. Starfsmenn sem ljúka fiskvinnslunámskeiði hækka um tvo launaflokka og það skiptir auðvitað miklu máli. Auk þess öðlast starfsmenn meiri þekkingu á hinum ýmsu sviðum enda fjölbreytt efni sem kennt er á námskeiðum sem þessum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image