• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Mar

Sérkjarasamningur vegna starfa í síldarbræðslu samþykktur

Í gær fór formaður fór á vaktaskiptum í síldarbræðslu HB Granda á Akranesi og kynnti fyrir starfsmönnum nýjan sérkjarasamning sem félagið skrifaði undir síðastliðinn mánudag. Í heildina gefur samningurinn rétt rúm 5% við undirskrift, en samningurinn er til þriggja ára. Samningurinn gefur starfsmönnum einnig færi á að sækja námskeið sem getur fært þeim töluverðar kjarabætur. Til dæmis mun starfsmaður síldarbræðslunnar sem hefur lokið báðum þeim námskeiðum sem standa til boða samkvæmt samningi þessum og hefur starfað í verksmiðjunni í 7 ár hafa í grunnlaun 287.000 krónum á mánuði.

Aðaltekjumöguleikar starfsmanna síldarbræðslna liggja í vöktunum og því skiptir miklu máli að veiðar á uppsjávarafla séu góðar, því laun taka miklum hækkunum þegar staðnar eru vaktir í bræðslum. Það ánægjulega í síldarbræðslunni á Akranesi er að allt stefnir í að fljótlega muni hefjast bræðsla á beinum í verksmiðjunni og til stendur að staðnar verði vaktir mánudaga til föstudaga, en slíkt mun hafa talsverð áhrif til launahækkana starfsmanna.

Starfsmenn voru almennt ánægðir með samninginn og var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image