• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Mar

Árangurslaus fundur hjá Ríkissáttasemjara vegna Elkem

Í gær var haldinn fundur hjá Ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins vegna starfsmanna Elkem Íslands á Grundartanga. Það skal algerlega viðurkennast að formaður eygði þá von að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu leggja fram einhvers konar tilboð sem hægt væri að taka til skoðunar, en það er skemmst frá því að segja að það sem lagt var fram í gær var ekki pappírsins virði. Með öðrum orðum, þetta var gamla góða samræmda launastefnan sem samið var um 21. desember síðastliðinn með örlitlum breytingum.

Nú hefur yfirvinnubann staðið yfir hjá Elkem Ísland í rétt tæpar tvær vikur og morgunljóst að ef ekki mun draga til tíðinda og stefnubreytingar af hálfu Samtaka atvinnulífsins og forsvarsmanna fyrirtækisins þá er ekkert annað en verkfall sem mun blasa við í þessari deilu. Á mánudaginn mun formaður funda með starfsmönnum Elkem Íslands á Gamla Kaupfélaginu og hefst fyrri fundurinn kl. 13 og sá síðari kl. 19. Á þeim fundum verður farið yfir þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í deilunni. Það er mikilvægt að forsvarsmenn Elkem átti sig á þessari stöðu og fari nú að leggja fram einhverjar hugmyndir til lausnar á þessari deilu, ekki hugmyndir sem gera ekkert annað en að hleypa illu blóði í starfsmenn eins og gerðist eftir tilboðið frá þeim í gær.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image