• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Mar

Nýr kjarasamningur fyrir Elkem Ísland samþykktur með 70% greiddra atkvæða

Rétt í þessu lauk talningu atkvæða í kosningu um kjarasamning Elkem Ísland á Grundartanga við Samtök Atvinnulífsins sem Verkalýðsfélag Akraness gekk frá síðastliðinn föstudag. Á kjörskrá voru 134. Alls greiddu 111 manns atkvæði sem gerir 82,8% kjörsókn. Já sögðu 77, eða 70% starfsmanna. Nei sögðu 33 eða 29% starfsmanna. Einn seðill var auður, eða 1%. Samningurinn telst því samþykktur með 70% atkvæða.

Formaður félagsins er afar ánægður með þessa niðurstöðu, enda er að hans mati hér um mjög góðan samning að ræða, samning sem er að gefa starfsmönnum launahækkun frá rúmum 30.000 krónum upp í tæpar 36.000 krónur í heildarhækkun á mánuði. Það er morgunljóst að þetta er umtalsvert betri samningur en samræmda launastefnan á hinum almenna vinnumarkaði kvað á um.

Formaður vill þakka trúnaðarmönnum kærlega fyrir frábærlega vel unnin störf í þessari gríðarlega erfiðu kjaradeilu, og ekki síður starfsmönnum fyrir frábæra samstöðu og einhug, en eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hefði verkfall skollið á síðastliðinn þriðjudag, ef ekki hefði tekist að ganga frá nýjum kjarasamningi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image