• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Starfsmenn Elkem - munið fundina í dag! Þessi mynd er frá samstöðufundi í janúar 2011. Í gegnum tíðina hefur samstaðan í þessum hópi verið gríðarsterk og skilað árangri.
11
Feb

Starfsmenn Elkem - munið fundina í dag!

Verkalýðsfélag Akraness minnir starfsmenn Elkem á opna fundi um kjaramál, sem haldnir verða í dag á Gamla Kaupfélaginu. Fyrri fundurinn hefst kl. 13:00 og sá síðari kl. 19:00. Formaður félagsins mun fara yfir þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins vegna sérkjarasamnings félagsins við Elkem Ísland, en kjarasamningurinn rann út 1. desember 2013 og þrátt fyrir ítrekuð fundarhöld hefur ekki náðst nein niðurstaða í þessari deilu.

Krafa félagsins er að byrjunartaxti hjá starfsmönnum Elkem Ísland hækki um kr. 20.000, en Samtök atvinnulífsins hafa algjörlega hafnað slíkri kröfu og ítrekað að einungis sé það í boði sem um var samið á hinum almenna vinnumarkaði 21. desember sl.  Það gætir gríðarlegrar gremju meðal starfsmanna yfir því að Samtök atvinnulífsins skuli ætlast til þess að verið sé að semja um launaliði sérkjarasamnings starfsmanna Elkem í öðrum kjarasamningum en þeirra eigin. Með þessu telja menn að verið sé að taka af þeim sjálfstæðan samningsrétt sem þeir hafa haft um áratugaskeið, með því að skylda þá til að taka launahækkunum sem um er samið í öðrum samningum heldur en þeirra eigin.

Félagið hvetur félagsmenn til að mæta, því á þessum fundum verða teknar ákvarðanir um hvernig skuli bregðast við þessu smánartilboði sem starfsmönnum Elkem hefur verið boðið, en æði margt bendir til þess að starfsmenn muni á engan hátt sætta sig við slíkt smánartilboð. Rétt er að geta þess að starfsmenn Elkem eru að vinna við erfiðar og hættulegar aðstæður og því mikilvægt að launakjör þeirra endurspegli þær vinnuaðstæður sem þeir þurfa að starfa við.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image