• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Feb

Trúnaðarmannanámskeið stendur yfir

Í gær hófst þriggja daga trúnaðarmannanámskeið í fundarsal félagsins að Sunnubraut 13, en námskeiðið sitja 8 trúnaðarmenn félagsins. Um er að ræða þriðja þrep þessa náms, en áður hafa verið kennd þrep 1 og 2. Trúnaðarmenn þurfa ekki að taka þrepin í ákveðinni röð og því eru sumir trúnaðarmennirnir að koma á sitt fyrsta námskeið og aðrir eru reyndari og hafa setið nokkur trúnaðarmannanámskeið. Trúnaðarmönnum er heimilt að sækja námskeið í eina viku á ári án skerðingar á launum. Markmið slíkra námskeiða er að styrkja og efla trúnaðarmenn í sínum störfum. Það er Félagsmálaskóli Alþýðu sem sér um skipulagningu og kennslu á námskeiðinu.

Dagskrá námskeiðsins er fjölbreytt, í gær fengu trúnaðarmenn fræðslu um tryggingarpíramídann, tryggingar og kjarasamninga. Í dag var farið yfir starfsemi félagsins, réttindi félagsmanna í sjóðum félagsins og slíkt. Á morgun fá trúnaðarmenn kynningu frá Virk Starfsendurhæfingarsjóði fyrir hádegi, og eftir hádegi verður farið yfir námsefni um vinnueftirlit og vinnuvernd.

Fréttir

Nýjar fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image