• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Feb

Trúnaðarmannanámskeið stendur yfir

Í gær hófst þriggja daga trúnaðarmannanámskeið í fundarsal félagsins að Sunnubraut 13, en námskeiðið sitja 8 trúnaðarmenn félagsins. Um er að ræða þriðja þrep þessa náms, en áður hafa verið kennd þrep 1 og 2. Trúnaðarmenn þurfa ekki að taka þrepin í ákveðinni röð og því eru sumir trúnaðarmennirnir að koma á sitt fyrsta námskeið og aðrir eru reyndari og hafa setið nokkur trúnaðarmannanámskeið. Trúnaðarmönnum er heimilt að sækja námskeið í eina viku á ári án skerðingar á launum. Markmið slíkra námskeiða er að styrkja og efla trúnaðarmenn í sínum störfum. Það er Félagsmálaskóli Alþýðu sem sér um skipulagningu og kennslu á námskeiðinu.

Dagskrá námskeiðsins er fjölbreytt, í gær fengu trúnaðarmenn fræðslu um tryggingarpíramídann, tryggingar og kjarasamninga. Í dag var farið yfir starfsemi félagsins, réttindi félagsmanna í sjóðum félagsins og slíkt. Á morgun fá trúnaðarmenn kynningu frá Virk Starfsendurhæfingarsjóði fyrir hádegi, og eftir hádegi verður farið yfir námsefni um vinnueftirlit og vinnuvernd.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image