• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Feb

Aðalfundur deilda félagsins haldinn

Á síðasta miðvikudag var haldinn aðalfundur allra deilda félagsins nema sjómannadeildar enda er sá aðalfundur ætíð haldinn á milli jóla og nýaárs sökum aðstæðna sjómanna.

Auk venjubundinna aðalfundarstarfa, sem eru fólgin í því að kjósa stjórnarmenn í deildirnar, var farið yfir starfsemi félagsins og síðast en ekki síst stöðu kjaramála. Á fundinum fór formaður yfir að Verkalýðsfélag Akraness hefur alfarið hafnað samræmdri launastefnu hvað varðar sérkjarasamninga félagsins á Grundartanga. Enda er þar um sjálfstæða kjarasamninga að ræða og ekki hægt undir nokkrum kringumstæðum að sætta sig við að launakjör þeirra starfsmanna sem þar starfa séu ákvörðuð í einhverri samræmdri launatefnu á milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins.

Það ríkti gríðarlegur einhugur og samstaða á meðal fundarmanna vegna þeirra kjaradeilna sem félagið á í og sem dæmi þá er félagið núna í harðri kjaradeildu vegna sérkjarasamnings Elkem Ísland á Grundartanga en yfirvinnubann skall á þar af fullum þunga síðasta sunnudag.

Ánægjulegt var að góð mæting var á fundinn og eins og áður sagði, samstaða og einhugur á meðal fundarmanna um að standa þétt við bakið á félaginu í þeim kjaradeilum sem í gangi eru.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image