• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Jan

Kjarasamningar kolfelldir á Akranesi

Nú rétt í þessu lauk talningu atkvæða í kosningu um tvo kjarasamninga sem Verkalýðsfélag Akraness er aðili að í gegnum tvö landssambönd, annars vegar í gegnum Starfsgreinasamband Íslands og hins vegar Samiðn og undirritaðir voru þann 21. desember síðastliðinn. Formaður Verkalýðsfélags Akraness skrifaði ekki undir þessa samninga, en eftir sem áður eru það félagsmenn sjálfir sem taka lokaákvörðunina. Á kjörskrá hjá SGS voru 794 félagsmenn í Almennri deild og Matvæladeild og á kjörskrá hjá Samiðn voru 56 félagsmenn Iðnsveinadeildar VLFA.

Niðurstaðan er sú að samningarnir voru báðir felldir, með 93% atkvæða félagsmanna SGS og með 63,6% atkvæða félagsmanna Samiðnar, en það eru félagsmenn í Iðnsveinadeild VLFA sem tilheyra Samiðn. Það er því ljóst að félagsmenn hafna þessum kjarasamningum með afgerandi hætti.

Kjarasamningur Verkalýðsfélags Akraness/SGS við Samtök atvinnulífsins:

Fjöldi á kjörskrá: 794  
Fjöldi atkvæða/Kjörsókn 271 34,1%
Já sögðu: 19 7%
Nei sögðu: 252 93%

 

Kjarasamningur Verkalýðsfélags Akraness/Samiðnar við Samtök atvinnulífsins:

Fjöldi á kjörskrá: 56  
Fjöldi atkvæða/Kjörsókn 22 39,3%
Já sögðu: 8 36,4%
Nei sögðu: 14 63,6%

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image