Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Grafalvarleg staða í starfsumhverfi á Vesturlandi – áhrif á vinnumarkaðinn og útflutning
Á Vesturlandi er nú að myndast afar alvarleg staða vegna…
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…


Nú eru fjórir dagar liðnir frá því að kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði runnu út og óþreyja verkafólks eftir kjarabótum fer vaxandi. Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá lagði Starfsgreinasamband Íslands, sem er stærsta landssambandið innan ASÍ, fram metnaðarfulla en jafnframt hófstillta launakröfu. Launakröfu sem byggðist á því að launataxtar SGS myndu hækka um 20.000 kr. En rétt er að geta þess að lægsti taxtinn innan SGS er einungis 191.752 kr. og hæsti taxtinn er einungis rétt rúmar 227.000 kr. Eins og áður sagði hafði mikil vinna verið lögð í að búa til nýja launatöflu og kröfugerðina í heild sinni.