Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Grafalvarleg staða í starfsumhverfi á Vesturlandi – áhrif á vinnumarkaðinn og útflutning
Á Vesturlandi er nú að myndast afar alvarleg staða vegna…
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…


Eins og fram kom í fréttum í gær þá sleit samninganefnd ASÍ viðræðum við Samtök atvinnulífsins í ljósi þeirra staðreynda að Samtök atvinnulífsins höfnuðu kröfunni um krónutöluhækkun á lægstu laun. Í ljósi þess kom samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands saman í morgun og er óhætt að segja að afar þungt hljóð hafi verið í fulltrúum hennar. Það kom skýrt fram að það er með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins skuli ekki vilja fara í þá vegferð með SGS að lagfæra hér þau skammarlega lágu lágmarkslaun sem ríkja á íslenskum vinnuamarkaði. Við erum að tala um launataxta sem einungis eru frá 191 þúsund upp í 227 þúsund krónur. Krafa Starfsgreinasambandsins sem byggð er á afar hóflegri kröfugerð hljóðar upp á að þessir taxtar hækki um 20 þúsund krónur sem myndi gera það að verkum að lægsti taxtinn færi upp í rétt rúmar 211 þúsund krónur.