• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Dec

Engar hækkanir á gjaldskrá Akraneskaupstaðar árið 2014

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar í gærkvöldi var samþykkt að engar gjaldskrár hækkanir verði á árinu 2014, nema hækkun á sorphirðugjöldum. Þannig verður gjald í leikskólum, fæðisgjald í skólum, frístundaheimilum, gjaldskrá tónlistarskóla, bókasafns, heimaþjónustu,  í íþróttamannvirkjum og fleira óbreytt á milli ára. Þýðir þetta rúmlega 8 milljóna króna tekjuskerðingu sveitarfélagsins, miðað við áætlaða hækkun samkvæmt neysluverðsvísitölu eða 3%.

Þessari ákvörðun bæjaryfirvalda ber að fagna, en rétt er að geta þess að VLFA hafði sent áskorun til bæjarstjóra um að Akraneskaupstaður frestaði gjaldskrárhækkunum á næsta ári.

Það er gríðarlega mikilvægt að ríki, sveitafélög, verslunareigendur og aðrir þjónustuaðilar taki nú höndum saman og fresti öllum gjaldskrár og verðlagshækkunum svo hægt verði að vinna bug á verðbólgunni og auka kaupmátt almennings. Það er jafnvel hægt að segja sem svo að almenningur eigi það inni hjá áðurnefndum aðilum, enda hafa allir þessir aðilar varpað sínum vanda yfir á almenning frá hruni á meðan launafólk hefur þurft að sæta kjaraskerðingum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image