• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Dec

Aðalfundur sjómannadeildar VLFA ályktar um viðmiðunarverð Verðlagsstofu skiptaverðs

Rétt í þessu var að ljúka aðalfundi sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness, en á fundinum var samþykkt ályktun þar sem skorað er á sjávarútvegsráðherra að taka verðlagsmál sjávarafurða til gagngerrar endurskoðunar í ljósi þeirrar bláköldu staðreyndar að þjóðarbúið í heild sinni verður af milljörðum króna ár hvert vegna þess nú er í gildi tvöföld verðlagning á sjávarafurðum.

Einnig krafðist aðalfundur sjómannadeildar VLFA þess að allur fiskur færi á markað eða að fiskmarkaðsverð verði ætíð látið gilda þegar veiðar og vinnsla eru á einni og sömu hendi og afla landað beint inní vinnsluna.

Einnig samþykkti aðalfundurinn ályktun þar sem því var harðlega mótmælt að búið sé að afnema sjómannaafslátt, í ljósi þeirrar bláköldu staðreyndar að sjómannaafslátturinn hefur verið hluti af kjörum sjómanna um áratugaskeið. Fundurinn krafðist þess að sjómönnum verði bætt upp það fjárhagstjón sem þeir verða fyrir vegna afnámsins með einum eða öðrum hætti og taldi fundurinn rétt að minna almenning hér á landi á að skattaívilnanir sjómanna á Norðurlöndum eru umtalsverðar og því grátlegt að vita til þess að búið sé að afnema þessi réttindi sjómanna eins og raunin er orðin. 

Hægt er að lesa ályktun aðalfundar í heild sinni hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image