• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Nov

Framtíð við Faxaflóa - stefnumótun um atvinnumál á Akranesi

Þann 30. nóvember næstkomandi verður haldinn stefnumótunarfundur í atvinnumálum á Akranesi. Fundurinn fer fram í Tónbergi kl. 10:00-15:00 og er yfirskrift fundarins: Framtíð við Faxaflóa – sköpum 1000 ný störf.

Á fundinum verða flutt ávörp frá ýmsum aðilum sem tengjast málaflokknum og örfyrirlestrar frá frumkvöðlum á Akranesi. Einnig verða pallborðsumræður um það hvernig efla má atvinnulífið á Akranesi og eftir hádegisverð sem er í boði Akraneskaupstaðar verður fundargestum boðið að setjast í vinnuhópa þar sem ræddar verða leiðir sem færar eru til að fjölga atvinnutækifærum á Akranesi. Barnagæsla verður í boði á staðnum.

Dagskrá þessar fundar er afar metnaðarfull og rétt að taka fram að allir eru velkomnir á fundinn. Skráning fer fram á heimasíðu Akraneskaupstaðar þar sem einnig er að finna frekari upplýsingar um fyrirkomulag og dagskrá.

Verkalýðsfélag Akraness fagnar átaki sem þessu og vonar að þessi vinna leiði af sér fjölgun starfa á Akranesi eins og að er stefnt. Til mikils er að vinna að auka atvinnumöguleika á svæðinu og jafnvel laða fleira fólk til búsetu hér í bæ, en trygg atvinna er grunnforsenda þess að svo verði. Einnig er vert að minna á að útsvar rennur að sjálfsögðu til þess sveitarfélags sem starfsmaðurinn er búsettur í, svo það skiptir máli fyrir Akraneskaupstað að sem flestir þeirra sem vinna á Akranesi, búi á Akranesi. Til upplýsinga hefur félagið tekið saman gróflega hversu margir félagsmenn VLFA búa utan Akraness og kom á óvart hversu stór sá hópur er, en 26% félagsmanna VLFA búa í öðrum póstnúmerum en 300.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image