• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Hvalveiðum að ljúka Hvalveiðarnar skipta gríðarlegu máli fyrir samfélagið
30
Sep

Hvalveiðum að ljúka

Hvalveiðunum sem hófust 16. júní síðastliðinn er nú lokið en alls veiddust 134 langreyðar af þeim 154 sem leyfið var fyrir. Það er óhætt að segja að veiðar og vinnsla á hval hafi verið mikil innspýting fyrir atvinnulífið hér á Vesturlandi enda voru uppundir 150 manns sem störfuðu í kringum þessa starfsemi og er margt sem bendir til þess að meðallaun á vertíðinni hafi verið á bilinu 800.000 - 1.000.000 kr. á mánuði.

Á þessu sést að þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir umrædda starfsmenn enda eru atvinnumöguleikar upp á slíkar tekjur ekki á hverju strái um þessar mundir. Hinsvegar er rétt að geta þess að starfsmenn Hvals hafa svo sannarlega unnið fyrir hverri krónu enda er umtalsvert vinnuframlag sem liggur að baki slíkum launum. Það hefur áður komið fram hér á heimasíðu félagsins að það er svona starfsemi sem skiptir okkur Íslendinga gríðarlega miklu máli, fyrirtæki sem skapa íslensku þjóðarbúi gjaldeyristekjur, tekjur sem gera það að verkum að við getum haldið úti því velferðarsamfélagi sem við viljum búa í. Nú er bara að vona að hvalveiðarnar muni hefjast að nýju að ári því það er morgunljóst að á meðan á vertíðinni stendur má segja að áhrif veiðanna og vinnslunnar séu ígildi stóriðju og því má kannski segja að hér sé um vistvæna stóriðju að ræða.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image