• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Aug

Gistimiðar, Veiðikort og Útilegukort seljast sem aldrei fyrr

Hvort sem um er að kenna viðloðandi votviðri á Vesturlandi í sumar eður ei hefur algjör sprenging orðið í sölu á gistimiðum hjá félaginu, en á skrifstofu félagsins geta félagsmenn keypt gistimiða á Hótel Eddu og Fosshótel. Einnig hefur sala aukist til muna á Veiðikortum og Útilegukortum. Til samans hafa selst 380 kort og gistimiðar það sem af er ári, en allt árið í fyrra seldust 250 kort og gistimiðar. Þetta er aukning upp á yfir 50%, og þó eru enn 5 mánuðir til áramóta.

Það er greinilegt að félagsmenn eru að vakna til vitundar um þessa möguleika á ódýrri gistingu og afþreyingu, en félagið niðurgreiðir gistimiða, Veiði- og Útilegukort umtalsvert til sinna félagsmanna. Til dæmis getur félagsmaður keypt gistimiða á Edduhótel á kr. 5.000 á skrifstofunni. Verðmæti miðans er kr.12.900 svo sparnaðurinn er umtalsverður. Fyrir miðann er svo hægt að fá gistingu fyrir tvo í tveggja manna herbergi með handlaug. Hver félagsmaður getur keypt 5 gistimiða á ári á kr. 25.000. Verðmæti 5 gistimiða er kr. 64.500 svo ávinningur félagsmanns sem nýtir þennan kost að fullu getur numið allt að kr. 39.500.

Framundan er ein mesta ferðahelgi ársins og er áhugasömum félagsmönnum bent á að skrifstofa félagsins er opin til kl. 16 í dag, vilji einhver næla sér í gistimiða eða kort fyrir verslunarmannahelgina.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image