• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Aug

Formaður fundaði með félagsmálaráðherra

Eygló HarðardóttirEygló HarðardóttirÁ fimmtudaginn síðastilðinn fundaði formaður félagsins með Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, í velferðarráðuneytinu. Þar voru fjölmörg mál til umfjöllunar á klukkutíma löngum fundi, mál er litu að hinum ýmsu hagsmunum alþýðunnar.

Þetta var mjög góður fundur og talaði formaður alveg tæpitungulaust við ráðherrann um mikilvægi þess að unnið verði af krafti að þeim kosningaloforðum sem þessi ríkisstjórn var kosin út á en að sjálfsögðu er hér verið að tala um afnám verðtryggingar og leiðréttingu á forsendubresti heimilanna. Formaður fór yfir það með ráðherranum að æði mörg íslensk heimili eigi nú í verulegum fjárhagsvandræðum og því gríðarlega mikilvægt að unnið verði hratt og ötullega að því að koma íslenskri alþýðu til hjálpar vegna afleiðinga efnahagshrunsins.

Formaður ítrekaði þá skoðun sína við ráðherrann að gríðarlega mikilvægt væri að stöðva nauðungarsölur heimilanna meðan unnið væri eftir aðgerðaáætlun ríkisstjórnainnar, það kom einnig fram hjá formanninum að það væri honum hulin ráðgáta afhverju ekki væri farið í þá aðgerð.

Það var afar ánægjulegt að heyra að ráðherrann telur mikilvægt að koma hér á öflugum og tryggum leigumarkaði þar sem leigjendum verði tryggð örugg búsetuskilyrði á viðráðanlegum kjörum. Þetta er algjörlega í anda þess sem Verkalýðsfélag Akraness telur afar brýnt að verði gert. Ástæðan er einfaldlega sú að séreignarstefnan sem hér hefur verið rekin á undanförnum árum og áratugum hefur leitt það af sér að allt of mörg íslensk heimili hafa þurft að ganga í gegnum gjaldþrot eða eru á barmi þess. Á þeirri forsendu tekur félagið undir með félagsmálaráðherra um mikilvægi þess að tryggja hér öruggan leigumarkað sem veitir meðal annars tekjulágu fólki tryggan búseturétt á viðráðanlegum kjörum.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image