• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
May

Lífeyrissjóðirnir upplýsi um allar afskriftir

Á ársfundi lífeyrissjóðs Festu sem haldinn var 23. apríl síðastliðinn lagði formaður fram fyrirspurn um hvort ekki væri eðlilegt að allar afskriftir sem sjóðurinn gerir séu sundurgreindar nákvæmlega í ársreikningi. 

Á síðasta ári afskrifaði Festa 811 milljónir og er það mat formanns að það eigi að vera alger skylda hjá lífeyrissjóðum landsins að upplýsa sína sjóðsfélaga algerlega um hvar sjóðirnir eru að tapa á sínum fjárfestingum. Sundurgreina þarf í ársreikningum lífeyrissjóðanna hvaða fjárfestingar er verið að afskrifa en slíkt mun klárlega veita forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna mun meira aðhald en nú er.

Það kom skýrt fram m.a. í rannsóknarskýrslu Alþingis að það vantar mun meira aðhald, gegnsæi, og  upplýsingagjöf í íslensku samfélagi og því er það með ólíkindum að lífeyrissjóðirnir allir hafi ekki tekið þá ákvörðun að upplýsa sjóðsfélaga sína hvar tap þeirra liggur ár hvert.

Á þessari forsendu m.a. annars sendi formaður félagsins erindi til forstjóra lífeyrissjóðs Festu 3. maí sl. og óskaði eftir nákvæmri sundurgreiningu á tæpum einum milljarði sem sjóðurinn þurfti að afskrifa á síðasta ári, en rétt er að geta þess að félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness tilheyra Festu lífeyrissjóði.

Alla vega á það ekki að vera einkamál stjórnenda lífeyrissjóðanna í hvaða fyrirtækjum sjóðirnir eru að tapa hundruðum milljóna eða jafnvel milljörðum af lífeyri launafólks ár hvert,  þetta eru jú kjarasamningsbundin réttindi sem launafólk á .

Þegar þetta er skrifað hefur formaður félagsins ekki fengið svar um hvort orðið verði við þessari sjálfsögðu beiðni eða ekki.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image