• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Ársfundur VLFA haldinn í kvöld Frá aðalfundi félagsins 2011
29
Mar

Ársfundur VLFA haldinn í kvöld

Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness verður haldinn í kvöld á Gamla Kaupfélaginu kl. 18. Það er afar ánægjulegt að segja frá því að rekstur félagsins á liðnu ári gekk frábærlega og var rekstrarafgangur af heildarsamstæðu félagsins rétt tæpar 90 milljónir króna. Það skýrist að hluta til af fjölgun félagsmanna en á milli ára fjölgaði þeim um tæplega 300 manns. Iðgjöldin jukust samhliða því um tæpar 22 milljónir á milli ára.

Eins og áður sagði var rekstrarafgangur af öllum sjóðum félagsins en það er stefna stjórnar VLFA að láta félagsmenn ætíð njóta ávöxtunar af góðri afkomu félagsins. Sem dæmi þá hækkaði stjórn félagsins fæðingarstyrkinn í fyrra um 100% og í ár ætlar stjórnin að taka upp styrk vegna tannlækninga frá og með 1. maí næstkomandi.  Sá styrkur fellur undir styrk vegna heilsufarðsskoðunar, nemur 50% af reikningi og er að hámarki 20.000 kr.

Stjórnin hvetur félagsmenn til að mæta á aðalfundinn því það skiptir máli að félagsmenn láti sig starf félagsins varða. Að afloknum venjubundnum aðalfundarstörfum mun félagið bjóða upp á lambalæri að hætti Gamla Kaupfélagsins með öllu tilheyrandi.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image