• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Mar

Einstaklingur framkvæmir viðamikla verðkönnun - sláandi verðmunur

Eins og fram hefur komið í fréttum er Verkalýðsfélag Akraness ásamt öðrum aðildarfélögum innan ASÍ í átaki gegn verðhækkunum og var almenningur hvattur til að vera á varðbergi undir kjörorðinu Vertu á verði. Þessari áskorun tók maður að nafni Reynir Ásgeirsson í Kópavogi svo sannarlega enda hefur hann gert ítarlega verðkönnun og kannað verð á rúmlega 170 vöruflokkum í 7 verslunum. Verkalýðsfélag Akraness vill taka það fram að þessi könnun er alfarið á ábyrgð þess sem hana framkvæmdi en er frábært innlegg í þá baráttu að benda almenningi á hvar hagkvæmast er að framkvæma sín matarinnkaup. Hægt er að skoða þessa viðamiklu verðkönnun hér.

Hægt er að hafa samband við Reyni Ásgeirsson sem framkvæmdi þessa viðamiklu könnun í síma 8638826 eða á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef að menn vilja koma með ábendingar til hans. En Verkalýðsfélag Akraness þakkar Reyni kærlega fyrir þetta þarfa framtak sem klárlega getur nýst neytendum mjög vel.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image