Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Grafalvarleg staða í starfsumhverfi á Vesturlandi – áhrif á vinnumarkaðinn og útflutning
Á Vesturlandi er nú að myndast afar alvarleg staða vegna…
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…


Það er óhætt að segja að það ríki algjört neyðarástand hjá íslenskum heimilum um þessar mundir. Nú liggja fyrir nýjar tölur um að fjármálastofnanir þessa lands hafi leyst til sín 4.290 íbúðir frá 1. janúar 2009 sem gerir 86 íbúðir á mánuði eða sem nemur rétt tæpum fjórum íbúðum hvern virkan dag á þessu tímabili. Já takið eftir, tæpar 4 íbúðir leysa fjármálastofnanir hér á landi til sín hvern einasta virka vinnudag ársins. Ugglaust fá fjölskyldur í einhverjum tilfellum að vera áfram í íbúðunum sem leigjendur til að þær lendi ekki beint á götunni en þetta eru skelfilegar tölur og sýnir í hvers lags gríðarlegri neyð íslensk heimili eru um þessar mundir vegna hrunsins.