• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Mar

Formaður hélt erindi hjá Kiwanis mönnum á Akranesi

Formaður VLFA hélt erindi hjá Kiwanis á Akranesi í gærFormaður VLFA hélt erindi hjá Kiwanis á Akranesi í gærÍ gær hélt formaður félagsins erindi fyrir Kiwanis félaga á Akranesi en þeir höfðu óskað eftir því að hann myndi halda erindi varðandi verðtrygginguna, skuldavanda heimilanna og lífeyrissjóðina. Það er óhætt að segja að erilsamt hafi verið hjá formanni varðandi það að flytja erindi á fundum sem þessum enda hefur hann meðal annars haldið fjölmörg slík erindi hjá stjórnmálaflokkum sem og hinum ýmsu félagasamtökum.

Sem dæmi hefur hann haldið fyrirlestur hjá Lions félögum í Hafnarfirði, hjá Rotary og Lionsmönnum á Akranesi og á fimmtudaginn í síðustu viku var hann á fjölmennum fundi í Reykjanesbæ þar sem fjallað var um þá stöðu sem þar er eins og greint hefur verið frá hér á heimasíðu félagsins. Það er óhætt að segja að dagskrá formanns hvað þetta varðar sé nokkuð þéttskipuð en fyrir liggur að hann mun halda tvö erindi fyrir Framsóknarflokkinn og einnig fyrir Dögun í aprílmánuði.

Fundurinn í gær var mjög góður og fjölmargar áhugaverðar og gagnlegar spurningar voru lagðar fyrir formanninn. Ekki var annað að heyra á fundarmönnum en að þeir væru sammála um að taka þyrfti á vanda verðtryggingarinnar og þeim skuldavanda sem heimilin standa frammi fyrir. Einnig bar lífeyrissjóðina töluvert á góma á þessum fundi enda þónokkuð margir fundarmenn sem eru byrjaðir að taka út lífeyri og voru ekki á eitt sáttir með hvernig það hefur verið að virka til þessa.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image