• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Feb

Verðlagseftirlit Verkalýðsfélags Akraness gangsett

Á síðasta fundi stjórnar Verkalýðsfélags Akraness var ákveðið að félagið myndi fylgjast með verðlagi á matvöru og annarri vöru til heimilanna með reglubundum hætti. Vinna við þetta verðlagseftirlit VLFA er þegar hafið og fer þannig fram að félagið kaupir fyrirfram ákveðna vörukörfu og staðgreiðir hana á kassa. Enginn ágreiningur er um verð á vörunni því hann kemur skýrt fram á strimlinum og verðsamanburður milli tímabila ætti því að vera óumdeilanlegur.

Niðurstöður verðlagseftirlits VLFA verða birtar ársfjórðungslega hér á síðunni og eru fyrstu niðurstöður væntanlegar í maí. Vörurnar sem keyptar verða hverju sinni nýtast sumar á skrifstofu félagsins en megnið af vörukörfunni, t.d. hreinlætisvörur, kælivörur og frystivörur eru gefnar til góðgerðarmála og hefur Mæðrastyrksnefnd Vesturlands þegar notið góðs af því sem til féll úr fyrstu vörukörfunni.

Er það von stjórnar VLFA að vel verði tekið í þetta framlag félagsins til þess að fylgjast með verðlagi á svæðinu, en taka ber fram að ekki er verið að bera saman verð milli verslana á svæðinu heldur einungis verið að fylgjast með verðlagsþróuninni til lengri tíma litið.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image