• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Jan

Alger sprenging í afgreiðslu menntastyrkja

Með aðild sinni að Verkalýðsfélagi Akraness eiga félagsmenn jafnframt aðild að þeim starfsmenntasjóðum sem samið hefur verið um í kjarasamningum. Þessir sjóðir eru Landsmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Sjómennt. Skrifstofa félagsins sér um umsýslu fyrir alla sjóðina og afgreiðir styrki til félagsmanna úr þeim.

Nú ber svo við að alger sprenging hefur orðið á þessum styrkjum því afgreiddum styrkjum fjölgaði um 48% á árinu 2012 miðað við árið á undan. Upphæð afgreiddra styrkja er samtals 55% hærri á árinu 2012 en árið 2011, en meðalupphæð hvers styrks hefur hækkað um 4,6%. Þetta eru afar ánægjulegar fréttir og alveg í takt við það átak sem gert hefur verið í kynningu á þjónustu félagsins á síðasta ári.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image