• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Jan

Greiðslur úr sjúkrasjóði aukast talsvert

Í vikunni var hér á heimasíðunni greint frá aukinni ásókn félagsmanna í styrki úr þeim menntasjóðum sem skrifstofa félagsins hefur umsýslu með. Þegar rýnt er í talnagögn úr sjúkrasjóði kemur einnig í ljós talsverð aukning, en greiðslur úr sjúkrasjóði VLFA árið 2012 jukust alls um 27,5% miðað við árið 2011. Munar þar mestu um fæðingarstyrkinn, en á árinu var hann hækkaður úr 35.000 kr. í 70.000 kr. og hefur upphæð afgreiddra fæðingarstyrkja ríflega tvöfaldast fyrir vikið eða sem nemur 128%. Einnig má nefna að sjúkradagpeningar hafa aukist um tæp 20%, styrkir vegna heilsufarsskoðana um 45% og heilsueflingarstyrkir um 14%.

Sem betur fer er fjárhagsleg staða félagsins afar sterk og sjóðir félagsins vel í stakk búnir til að mæta þessari aukningu á greiðslum til félagsmanna eftir uppbyggingu síðustu ára. Auk þess er útlit er fyrir að afkoma félagsins núna verði með svipuðu móti og undanfarin ár en að sjálfsögðu er allur varinn hafður á og vel fylgst með stöðu mála.

Athygli vekur hversu stór hluti þeirra félagsmanna sem eiga rétt á greiðslum úr sjóðum félagsins nýtir þann rétt sinn, en um er að ræða tæp 54% félagsmanna sem verður að teljast ansi stór hluti. Stjórn og starfsfólk félagsins hefur ávalt reynt af fremsta megni að kynna þjónustu félagsins út á við og láta félagsmenn vita af því ef þeir eiga rétt á styrkjum frá félaginu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image