• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundur um verðtrygginguna í kvöld! Auglýsing um fundinn sem haldinn verður í kvöld
17
Jan

Fundur um verðtrygginguna í kvöld!

Það er orðið afar algengt að háskólasamfélagið, félagasamtök og stjórnmálaflokkar leiti til formanns Verkalýðsfélags Akraness og óski eftir að hann haldi erindi sem tengd eru verkalýðsmálum og þeim baráttumálum sem Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir.

Núna liggur til dæmis fyrir að formaður félagsins mun flytja erindi á þremur fundum á næstu dögum og vikum. Þeir fundir sem formaðurinn hefur nú þegar bókað sig á eru hjá Rotarý, Sjálfstæðismönnum í Kópavogi og í kvöld kl. 20 mun formaðurinn vera með erindi um verðtrygginguna á opnum fundi um það málefni á vegum Framsóknar en fundurinn verður haldinn í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi.

Auk formanns félagsins mun Elsa Lára Arnardóttir, grunnskólakennari, fjalla um hvort hægt sé að lifa með verðtryggðu láni.  Síðan um Elvira Mendez Pinedo, prófessor í Evrópurétti flytja erindi um lögmæti verðtryggingar í ljósi Evrópuréttar. Einnig mun formaður Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ávarpa fundinn.

Formaður hvetur alla til að mæta á þennan fund sem hefst í kvöld kl. 20:00 í Gamla Kaupfélaginu enda verður m.a fróðlegt að hlusta á erindið frá Elviru Mendez en mál sem Verkalýðsfélag Akraness er nú að fara að höfða vegna verðtryggingarinnar byggist m.a á því sem Elvira hefur verið að benda á.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image