• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Jan

Félagsmenn, munið eftir endurgreiðslu vegna krabbameinsleitar!

Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Akraness veitir félagsmönnum ýmsa styrki vegna kostanaðar við forvarnir og endurhæfingu. Einn er sá forvarnarstyrkur sem er sérstaklega mikið nýttur núna í janúar á meðan leitarstöðin er starfsrækt á Heilsugæslunni á Akranesi, en það er styrkur vegna heilsufarsskoðunar. Það sem af er janúar hafa 60 slíkir styrkir verið skráðir á skrifstofu félagsins sem er sami fjöldi og allan janúarmánuð í fyrra. 

Þær konur sem voru í krabbameinsleit á heilsugæslunni í vikunni geta komið með kvittunina á skrifstofu VLFA og fengið fulla endurgreiðslu hafi þær ekki nýtt styrkinn í eitthvað annað sl. 12 mánuði. Styrkur vegna heilsufarsskoðunar er að hámarki kr. 15.000 á hverjum 12 mánuðum og er hann 50% af kvittunum yfir 4.000 kr., en 100% þegar kvittunin er undir 4.000 kr. Að sjálfsögðu gildir þetta líka um karlmenn sem fara í krabbameinsleit.

Styrk vegna heilsufarsskoðunar er einnig hægt að nýta þegar farið er í skoðun hjá Hjartavernd, í speglanir eða röntgenmyndatökur. Félagsmenn, bæði konur og karlar, eru eindregið hvattir til að kynna sér málið. Það gæti borgað sig.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image