• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Jan

Launabreytingar 2013

Félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness hækka almennt um 3,25% þann 1. febrúar 2013 auk þess sem reiknitölur og föst álög hækka um 3,25%, en þó ekki lægra en um 9 kr. Athygli er vakin á því að almennir kauptaxtar hækka hins vegar um ákveðna upphæð kr. 11.000,-. Þá verða lágmarkstekjur fyrir fullt starf kr. 204.000,- á mánuði. Unnið er að því að setja nýju taxtana inn á heimasíðu stéttarfélaganna.

Einnig munu laun starfsmanna Elkem Ísland og Klafa hækka frá og með 1. febrúar nk. um 3%.  En laun starfsmanna Norðuráls hækkuðu frá 1. janúar um 3,25% en hægt er að nálgast launataxtana fyrir stóriðjunar hér á heimasíðunni undir kjaramál. 

Hér má sjá kauptaxta sem gilda fyrir þá sem vinna eftir kjarasamningi Verkalýðsfélags Akraness á hinum almenna vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins.  Kauptaxtana má nálgast hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image