• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Flaggað í tilefni sigurs í Icesave-málinu Starfsmenn VLFA drógu fána að húni í dag
28
Jan

Flaggað í tilefni sigurs í Icesave-málinu

Verkalýðsfélag Akraness vill óska Íslendingum innilega til hamingju með stórglæsilegan sigur vegna Icesave-málsins. En rétt er að geta þess að stjórn VLFA var alfarið á móti því að semja um þessa greiðslu á sínum tíma og greiddi ávalt atkvæði gegn öllum ályktunum innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem kveðið var á um að mikilvægt væri að ganga strax frá samningi við Hollendinga og Breta.

Hann var ótrúlegur sá skefjalausi hræðsluáróður sem haldið var uppi á sínum tíma, m.a. var því á sínum tíma hótað að ekki yrði gengið frá kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði nema Icesave samningurinn yrði samþykktur. Það er full ástæða til þess að þakka öllum þeim sem börðust af alefli fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar m.a. In Defence hópnum og þeim stjórnmálamönnum sem höfðu kjark og þor til að standa í lappirnar, en síðast en ekki síst forseta Íslands sem hafði það ómælda hugrekki að gefa þjóðinni kost á að hafa lokaorð í þessu máli.

Í ljósi þessarar glæsilegu niðurstöðu ákváðu starfsmenn félagsins að flagga í tilefni dagsins og ítreka hamingjuóskir til Íslendinga með þessa glæsilegu niðurstöðu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image