• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Dec

Jólafundur stjórnar- og trúnaðarráðs haldinn í gær

Hinn árlegi jólafundur stjórnar- og trúnaðarráðs var haldinn í gær en á dagskrá fundarins var farið yfir starfsemi liðins árs. Fundarmenn byrjuðu á því að rísa úr sætum og minnast Jóhanns Arnar Matthíassonar sem gegnt hafði stjórnarmennsku í félaginu í áratugi og það af stakri snilld en hann féll frá í ágústmánuði á þessu ári.

Formaður fór yfir starfsemi félagsins og kom fram að rekstur félagsins hefur gengið mjög vel á öllum sviðum og hefur orðið fjölgun í félaginu á liðnum mánuðum. Mikið hefur gengið á í hinum ýmsu baráttumálum hjá félaginu og fór hann meðal annars ítarlega yfir málsóknina gegn verðtryggingunni en þingfest verður í því máli strax eftir áramót. Það kom einnig fram í máli hans að frá því að ný stjórn tók við þann 19. nóvember 2003 hefur félagið innheimt vegna hinna ýmsu kjarasamningsbrota fyrir félagsmenn yfir 200 milljónir króna. Félagið hefur verið reist upp frá rústum ef að þannig má að orði komast, jafnt félagslega sem fjárhagslega á þessum 9 árum enda var félagið rekið á yfirdrætti þegar núverandi stjórn tók við síðla árs 2003.

Það kom fram í máli stjórnar- og trúnaðarráðsmanna að þeir væru stoltir af starfsemi félagsins enda hefur félagið verið áberandi í allri þjóðfélagsumræðu er lýtur að hinum ýmsu hagsmunamálum fyrir félagið og almenning í þessu landi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image