• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Stjórn Framsýnar á Húsavík styður myndarlega við málarekstur VLFA vegna verðtryggingar Félagarnir og formennirnir Vilhjálmur Birgisson og Aðalsteinn Baldursson
02
Nov

Stjórn Framsýnar á Húsavík styður myndarlega við málarekstur VLFA vegna verðtryggingar

Stjórn stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík hefur ákveðið að styðja við málarekstur Verkalýðsfélags Akraness í verðtryggingarmálinu með fjárstuðningi að upphæð 120.000. Stjórn Framsýnar skorar einnig á önnur félög innan Starfsgreinasambandsins að gera slíkt hið sama.

Í frétt um málið á heimasíðu Framsýnar segir m.a.: "Fyrir liggur að verðtryggingin hefur leikið íslensk heimili skelfilega á liðnum árum og sem dæmi þá hafa verðtryggðar skuldir heimilanna hækkað uppundir 400 milljarða frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag. Meðalverðtryggð skuld íslenskra heimila í dag er í kringum 22 milljónir króna. Að mati Framsýnar er það miskunnarlaust óréttlæti að varpa allri ábyrgð verðtryggingarinnar á skuldsett heimili í landinu, meðan lánveitendur eru tryggðir í bak og fyrir."

Stjórn VLFA þakkar félögum sínum fyrir norðan kærlega fyrir þennan stuðning, en gott vinasamband hefur verið á milli þessara tveggja stéttarfélaga um langa hríð. Það er rétt að geta þess að Verkalýðsfélag Akraness sendi miðstjórn Alþýðusambands Íslands bréf með ósk um fjárstuðning vegna málarekstur á ólögmæti verðtryggingarinnar enda liggja hagsmunir allra félagsmanna ASÍ undir í þessum málarekstri. Svarið frá miðstjórn ASÍ var: Nei við styðjum ykkur ekki. Það er því ómetanlegt að finna slíkan stuðning frá félögum Framsýnar á Húsavík.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image