• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Nov

Bónuskerfin í stóriðjunum að virka

Horft yfir stóriðjurnar á GrundartangaHorft yfir stóriðjurnar á GrundartangaÍ síðustu kjarasamningum var lögð töluverð áhersla á að lagfæra bónuskerfi í stóriðjunum á Grundartanga, það er að segja í Norðuráli sem og hjá Elkem Ísland. Það er óhætt að segja að þetta hefur tekist bara nokkuð vel ef marka má meðaltal þess bónus sem starfsmenn hafa verið að fá frá því að kjarasamningarnir voru gerðir.

Sem dæmi þá er bónuskerfi í Elkem Ísland að svínvirka en hámarksbónus starfsmanna getur numið 12,5% af launum þeirra en hann hefur verið að gefa að meðaltali um 11,23% á mánuði sem er yfir því sem samningsaðilar eru sammála um að eigi að vera til viðmiðunar sem er 80% af hámarkinu. Þetta er afar ánægjulegt vegna þess að fyrir nokkrum árum var bónuskerfið hjá Elkem alls ekki að virka sem skildi og var ætíð umtalsvert undir þessu 80% marki. En núna er þetta komið í lag sem er bæði til hagsbóta fyrir starfsmenn sem og fyrirtækið.

Hjá Norðuráli er hámarksbónusinn 11,25% en meðaltalið síðustu mánuði hefur verið rétt tæp 9% eða sem nemur um 80% af hámarkinu og er því bónuskerfið í Norðuráli að virka með þeim hætti sem upp var lagt með í síðustu samningum. Það er alveg morgunljóst að það skiptir starfsmenn umtalsverðu máli að bónuskerfin virki enda leggst bónusinn nánast ofan á öll laun starfsmanna og því er hér um mikla hagsmuni að ræða.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image