• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Nov

Stéttarfélög styrkja málarekstur VLFA vegna verðtryggingar

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá ákvað stjórn Verkalýðsfélags Akraness að höfða mál til að láta á það reyna hvort að verðtrygging hér á landi standist lög eður ei. Málið er í fullum undirbúningi og er áætlað að málið verði þingfest innan nokkurra vikna en félagið mun láta reyna á svokallaðar MiFid reglur þar sem fjallað er um að ekki megi lána flókna fjármálagerninga, svokallaðar afleiður, til einstaklinga.

Það er afar ánægjulegt til þess að vita að stéttarfélög hafa verið að tilkynna að þau hyggist leggja félaginu lið við þann mikla kostnað sem fylgir því að reka slíkt mál fyrir dómstólum en nú þegar hefur Framsýn, stéttarfélag á Húsavík, styrkt málareksturinn sem og Verkalýðsfélag Grindavíkur og nú síðast var Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur að hafa samband við skrifstofu félagsins þar sem það tilkynnti að það ætlaði að leggja félaginu til fjármuni í þessum málarekstri. Kann Verkalýðsfélag Akraness þessum aðilum bestu þakkir fyrir því það er alveg ljóst að það kostar umtalsverða fjármuni eins og áður sagði að reka slíkt mál fyrir dómstólum.

Hins vegar er skemmst frá því að segja að VLFA óskaði eftir fjárstuðningi frá Alþýðusambandi Íslands, einfaldlega vegna þess að hér er um gríðarlega hagsmuni að ræða fyrir alla félagsmenn innan ASÍ. Því kom það félaginu verulega á óvart að ASÍ skyldi hafna fjárstuðningi vegna þessa málareksturs en félagið fór fram á 300 þúsund króna styrk vegna áðurnefndrar málsóknar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image