• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Oct

Formaður með fyrirlestur í Háskóla Íslands

Formaður hélt í morgun fyrirlestur í Háskóla Íslands fyrir nemendur Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar, en fyrirlesturinn laut að verkalýðshreyfingunni og verkefnum henni tengdri. Formaður fór víða yfir í fyrirlestri sínum, fjallaði m.a. um verkalýuðshreyfinguna, lífeyrissjóðina og stöðu og framtíð verkalýðshreyfingarinnar í heild sinni.

Þetta er í þriðja sinn sem formaður félagsins heldur slíkan fyrirlestur um starfsemi verkalýðshreyfingarinnar og það er óhætt að segja að á þessum fyrirlestrum fái formaður fjölda spurninga er lúta að starfsemi stéttarfélaganna og tilgangi þeirra. Það er mikill heiður fyrir Verkalýðsfélag Akraness að háskólasamfélagið skuli leita til félagsins um að halda slíka fyrirlestra og kann félagið þakkir fyrir að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þá sem eru í námi tengdu vinnumarkaðsfræðum í Háskóla Íslands.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image