• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Kjarasamningur smábátasjómanna samþykktur Kristófer Jónsson, öflugur smábátasjómaður
05
Oct

Kjarasamningur smábátasjómanna samþykktur

Kjarasamningur Sjómannasambands Íslands við Landssamband smábátaeigenda um kaup og kjör smábátasjómanna var samþykktur með 64,3% atkvæða en 35,7% greiddu atkvæði gegn samningnum. Verkalýðsfélag Akraness er aðili að Sjómannasambandinu og vel á fjórða tug smábátasjómanna sem eru í VLFA munu taka laun eftir þessum samningi.

Þetta er mikill áfangasigur því smábátasjómenn eru nánast eina stéttin á Íslandi sem ekki hefur notið þeirra mannréttinda að hafa í gildi kjarasamning sem tryggir þeim lágmarksréttindi við sín störf. Á þeirri forsendu fagnar VLFA þessum samningi innilega því nú er komin samningur sem tryggir þessi lágmarkskjör og í komandi kjarasamningum verður eðli málsins samkvæmt hægt að byggja enn frekar ofan á þennan samning með hagsmuni smábátasjómanna að leiðarljósi.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image