• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Formaður VLFA fundaði með forsvarsmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna Frá heimsókn forsvarsmanna HH á skrifstofu VLFA fyrr á árinu
12
Oct

Formaður VLFA fundaði með forsvarsmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna

Forsvarsmann Hagsmunasamtaka Heimilanna óskuðu eftir því að funda með formanni félagsins og að sjálfsögðu varð formaðurinn við þeirri beiðni og fór fundurinn fram í morgun. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið afar ánægjulegur og gagnlegur fundur, en umræðuefnið á fundinum var að Verkalýðsfélag Akraness og Hagsmunasamtök Heimilanna samræmi krafta sína í þeim dómsmálum sem HH og VLFA eru nú að fara að höfða vegna hugsanlegs ólögmætis verðtryggingarinnar.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa nú þegar stefnt Íbúðalánasjóði og verður það mál þingfest 18. október nk., en stefnan þeirra byggist á því hvort verðtrygging á Íslandi standist lög um um neytendalán nr. 121/1994 eður ei. Sú málsókn sem Verkalýðsfélag Akraness undirbýr mun snúa m.a. að því hvort verðtrygging á Íslandi standist lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og tilskipun Evrópuréttar. En í þessum lögum eru svokölluð MiFID tilskipun, þar sem talað er um að ekki sé heimilt að lána flókna fjármálagerninga, svokallaðar afleiður, til einstaklinga.

Því ber að fagna innilega að Hagsmunasamtökin og VLFA ætli að láta að reyna á lögmæti verðtryggingar á mismunandi forsendum, enda gríðarlega mikilvægt að látið verði reyna öll hugsanlega lögbrot er lúta að verðtryggingunni, enda eru forsvarsmenn Hagsmunasamtaka Heimilanna og formaður VLFA algerlega sammála því að hér sé um að ræða eitt brýnasta hagsmunamál íslenskra heimila. Enda hefur verðtryggingin farið eins og skýstókur um íslensk heimili og sogað allan eignarhluta í burtu frá heimilunum og fært hann yfir til fjármálafyrirtækja, erlendra vogunarsjóða og þeirra sem eiga fjármagnið í þessu landi.

Það var samróma álit fundarmanna að Hagsmunasamtök heimilanna og Verkalýðsfélag Akraness ætla að vinna náið saman í þessum dómsmálum og nýta og miðla upplýsingum til hvors annars, enda er það sameiginlegt hagsmunamál beggja aðila að farsæl lausn fáist í þetta brýna hagsmunamál heimilanna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image