• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Sep

Trúnaðarmannanámskeið haldið 21. og 22. september

Dagana 21. og 22. september fór fram námskeið fyrir trúnaðarmenn Verkalýðsfélags Akraness. Þátttaka var góð en námskeiðið sátu 13 trúnaðarmenn félagsins. Um var að ræða annað þrep þessa náms en trúnaðarmenn þurfa ekki að taka þrepin í ákveðinni röð og því voru sumir trúnaðarmennirnir að koma á sitt fyrsta námskeið en aðrir eru reyndari og hafa setið nokkur trúnaðarmannanámskeið. Trúnaðarmönnum er heimilt að sækja námskeið í eina viku á ári án skerðingar á launum. Markmið slíkra námskeiða er að styrkja og efla trúnaðarmenn í sínum störfum en það er Félagsmálaskóli Alþýðu sem sér um skipulagningu og kennslu á slíkum námskeiðum.

Á fyrri degi námskeiðsins var fjallað um lestur launaseðla þar sem meðal annars var farið yfir helstu reiknitölur launaútreiknings, útreikning á staðgreiðslu og iðgjöldum og hvernig launaseðlar eru uppbyggðir frá grunni. Seinni dagurinn hófst á því að formaður félagsins fór yfir starfsemi Verkalýðsfélags Akraness, kjarasamninga þess og sjóði. Eftir hádegi var svo fjallað um einelti á vinnustað og meðal annars farið yfir birtingarmyndir þess og viðbrögð við einelti. Námskeiðið heppnaðist vel og hér má sjá myndir frá því.  

 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image