• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Ferð eldri félagsmanna í undirbúningi Við Tjörnina í Reykjavík
05
Sep

Ferð eldri félagsmanna í undirbúningi

Núna stendur sem hæst skráning í dagsferð eldri félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness, en í síðustu viku fengu allir félagsmenn 70 ára og eldri boðsbréf frá skrifstofu félagsins. Yfir 100 manns hafa þegar skráð sig og eru aðeins örfá sæti laus.

Þessi ferð er árlegur liður í starfsemi félagsins, en síðustu ár hefur hópurinn gert víðreist og m.a. farið um Snæfellsnes, Vesturland, Suðurland, til Vestmannaeyja og í fyrra var farið í menningarferð til Reykjavíkur. Í ár er ferðinni heitið á ýmsa viðkomustaði á Reykjanesi og nágrenni þess, m.a. mun forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, taka á móti hópnum á Bessastöðum seinnipartinn. Félagið býður upp á hádegisverð og aðrar veitingar um kaffileytið.

Ferðasagan verður birt hér á heimasíðunni að ferð lokinni. Áhugasamir geta skoðað myndir úr ferðinni 2011 hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image